Frostþolinn lyftari – Sá fyrsti á Íslandi

Mynd: Örn Kjartansson og Kjartan Guðjónsson takast í hendur við lyftarann góða. Með á myndinni er Arne Jensen frá dönsku Exide verksmiðjunni.
Mynd: Örn Kjartansson og Kjartan Guðjónsson takast í hendur við lyftarann góða. Með á myndinni er Arne Jensen frá dönsku Exide verksmiðjunni.

Fisk – Seafood á Sauðárkróki fékk í síðustu viku nýjan lyftara, knúinn rafgeymi sem þolir betur kulda en almennt gerist. Að sögn Arnar Kjartanssonar hjá Fisk er fyrirtækið það fyrsta á Íslandi sem tekur slíkan geymi í notkun en hann á að endast mun lengur þegar unnið er á frystunum en rafgeymar eiga það til að dofna í miklu frosti.

Kjartan S. Guðjónsson, sölu- og þjónustufulltrúi hjá Olís, segir að lyftarageymirinn, sem er af Tensor gerð, eigi að endast allt að 50% lengur við erfiðar aðstæður en eldri gerðir rafgeyma. „Þeir eru með miklu meira úthald og skila lengri vinnutíma. Við seldum Fisk – Seafood svona geymi og Exide/GNB hleðslustöð í nýjan Linde 20 PL lyftara,“ segir Kjartan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir