Frumsýna Fjarskaland í dag

10. bekkur Árskóla frumsýnir í dag leikritið Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, í  leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Höfundur tónlistar er Vignir Snær Vigfússon og aðstoðarleikstjóri Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima en hætta er á að ævintýrapersónurnar hverfi ef við höldum ekki áfram að lesa ævintýrin.

Hlutverk Dóru, stelpu sem hefur gaman af að lesa, er að bjarga ævintýrunum og um leið ömmu sinni sem er týnd í Fjarskalandi. Hún hittir Númenór, verndara ímyndunaraflsins og ferðalag þeirra reynist hin mesta hættuför. Á þessu ferðalagi hitta þau tröllskessuna Gilitrutt, ljósálfinn Dísu, Dimmalimm prinsessu, Rauðhettu, úlfinn, Mjallhvíti og dvergana. Þrátt fyrir ýmsar hættur fylgir ferðalaginu grín og glens. Skemmtileg lög og dansar glæða sýninguna lífi.

Sýningar eru sem hér segir:
Miðvikudagur 11. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00)
Fimmtudagur 12. mars kl. 17:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-17:00)
Föstudagur 13. mars kl. 17:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-17:00)
Laugardagur 14. mars kl. 14:00 og 17:00 (miðapantanir frá kl. 12.00-17:00)
Sunnudagur 15. mars kl. 14:00 og 17:00 (miðapantanir frá kl. 12:00-17:00)

Miðaverð:
5 ára og yngri kr. 500,-
Grunnskólanemendur kr. L000,.
Fullorðnir kr. 2000,-
Miðapantanir í síma 453-5216.

Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir