Frystir víðast hvar eftir hádegi

Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir á flestum leiðum en snjóþekja á Öxnadalsheiði. Minnkandi suðlæg átt og þurrt en sunnan 3-8 eftir hádegi, frystir víðast hvar. Hæg suðlæg átt á morgun og skýjað með köflum. Frost 0 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað og dálítil él SA- og A-lands. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Suðaustanátt og þykknar upp SV-til um kvöldið.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt, 5-13 og dálítil slydda eða snjókoma, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Hlánar allvíða við ströndina, en annars vægt frost.

Á föstudag:

Breytileg eða vestlæg átt, 5-10. Slydda eða snjókoma með köflum en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Vestanátt og éljagangur á vestanverðu landinu en gengur í vaxandi sunnanátt með snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 10 stig.

Á sunnudag:

Sunnanátt og snjókoma eða slydda og jafnvel rigning við SV-ströndina. Lengst af úrkomulítið N- og A-til. Hiti rétt ofan frostmarks sunnanlands en annars vægt frost.

Á mánudag:

Útlit fyrir vestanátt og éljagang V-til. Frost 0 til 12 stig, en frostlaust með suðurströndinni.

Fleiri fréttir