Fundað um sameiningu heilbrigðisstofnanna
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.09.2010
kl. 09.42
Í dag mun heilbrigðisráðherra eiga fund með bæjarráði Blönduósbæjar og stjórn Bs en efni fundarins er að ræða um fyrirhugaða sameiningu heilbrigðistofnanna á Norðurlandi vestra.
Líkt og lesendur muna stóð til að sameina þessar stofnanir fyrir tveimur árum síðan en horfið var frá því og ákveðið að sameina allar heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi undir eina stofnun. Horfið var frá þeim áhorfum en nú virðist vera búið að ákveða á nýjan leik að sameina heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi vestra. Heilbrigðisstofnunin á Hvammstanga gekk þann 1. janúar sl. inn í heilbrigðisstofnun Vesturlands með aðsetur á Akranesi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.