Fundir Rauða krossins um sögu Sýrlands í tengslum við móttöku flóttamanna

Frá fundinum á Hvammstanga. Aðsendar myndir.
Frá fundinum á Hvammstanga. Aðsendar myndir.

Rauðakrossdeildin í Húnavatnssýslu hélt tvo vel sótta fundi nú í vikunni. Var sá fyrri haldinn á Blönduósi mánudaginn 18. mars og sá síðari á Hvammstanga þriðjudaginn 19. mars. Eru fundirnir hluti af undirbúningi á móttöku nær 50 sýrlenskra flóttamanna sem áætlað er að komi til Blönduóss og Hvammstanga byrjun maí.

Á fundunum flutti Guðrún Margrét Guðmundsdóttir erindi um sögu Sýrlands og aðdraganda þeirra átaka sem staðið hafa þar síðasta áratug og því næst svaraði hún, ásamt Nínu Helgadóttur frá RKÍ, fyrirspurnum um aðkomu Rauða krossins að þessu verkefni.

Guðrún Margrét hefur verið ráðin verkefnisstjóri fyrir hönd RKÍ við móttöku þessara nýju íbúa bæði á Blönduósi og Hvammstanga og mun hún hefja störf í byrjun apríl.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum á Hvammstanga.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir.

                    

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir