Fundur um náttúrupassann

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðar til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa. Fundurinn verður föstudaginn 9. janúar kl. 16:00 í Pottinum á Blönduósi.

Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri á Blönduósi verður Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Fleiri fréttir