Fylktu liði á bíladaga
Um tuttugu bílaeigendur söfnuðust saman við bílaverkstæði Áka eðalbíla á Sauðárkróki á föstudaginn og óku síðan fylktu liði á bíladaga. Áður en ekið var af stað var stífbónuðum bílunum stillt upp til myndatöku við verkstæðið.
Að vanda var mikið fjölmenni á bíladögum en hátíðin fór vel fram þrátt fyrir að nokkuð væri um kvartanir vegna hávaða. Í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki var með eindæmum rólegt þessa helgi.
