Fyrirhuguð hækkun gjaldskrár fyrir hunda- og kattahald
Byggðaráð Svf. Skagafjarðar hefur samþykkt hækkun á árlegum leyfisgjöldum fyrir hunda- og kattahald í sveitarfélaginu. Árlegt leyfisgjald fyrir hund mun hækka í 10 þús.kr. á ári og árlegt leyfisgjald fyrir kött hækkar í 7 þús. kr. á ári.
Handsömunargjald verður hækkað í 10 þús.kr. fyrir fyrsta skiptið en hækkar í 20 þús.kr. eftir það. Óskráðir hundar og kettir skulu ekki afhentir eigendum sínum fyrr en að lokinni skráningu. Hafi leyfishafi lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Sveitarfélaginu Skagafirði lækka gjöldin skv. 1. gr. gjaldskrár þessarar um 30% samkvæmt fundargerð byggðaráðs.
Ennfremur er kveðið á um að skilgreining á því að leitarhundur sé undanþeginn leyfisgjaldi hafi viðkomandi hundur að minnsta kosti B viðurkenningu útgefna af viðurkenndum leiðbeinanda, og skal ljósrit af viðurkenningu afhendast við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari.