Fyrsta lið KS-deildarinnar 2015 kynnt til leiks

Meistaradeild Norðurlands hefst 11. febrúar nk. og er nú fyrsta lið vetrarins kynnt til leiks. Það er Efri - Rauðalækur / Lífland og er skipað Akureyringum og tveimur Hörgdælingum.

Liðsstjóri er Baldvin Ari Guðlaugsson og með honum í liði eru Agnar Þór Magnússon, Guðmundur Karl Tryggvason og Viðar Bragason.

„Í þessu liði eru tveir keppendur sem ekki hafa keppt áður í KS-Deildinni, þeir Agnar og Guðmundur. Þarna er á ferðinni mjög öflugt lið sem gaman verður að fylgjast með í vetur,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.

Fleiri fréttir