Fyrsti leikurinn á Íslandsmótinu á morgun
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
23.05.2014
kl. 08.42
Kormákur/Hvöt mun hefja sinn fyrsta leik í 4. deild karla á Íslandsmótinu á morgun, laugardaginn 24. maí. Leikurinn verður spilaður á Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem Kormákur/Hvöt sækir KFG heim og hefst leikurinn kl. 14:00.
Kormákur/Hvöt leikur í C-riðli deildarinnar ásamt liðunum Afríka, Elliði, KFG, Léttir, Skallagrímur og Örninn.
Fyrsti heimaleikur Kormáks/Hvatar verður laugardaginn 21. júní en þá kemur lið Arnarins í heimsókn á Hvammstangavöll.