Fyrsti samningur um NPA undirritaður hjá Svf. Skagafirði

Gunnar Heiðar Bjarnason og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri, skrifa undir samninginn. Mynd: Skagafjörður.is
Gunnar Heiðar Bjarnason og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri, skrifa undir samninginn. Mynd: Skagafjörður.is

Gunnar Heiðar Bjarnason var á dögunum fyrsti einstaklingurinn til að skrifa undir samning hjá Fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) eftir að reglugerðin var lögfest 1. október 2018, með samþykkt nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

Gunnar Heiðar er 34 ára Skagfirðingur búsettur í nágrenni Varmahlíðar og segir á vef Svf. Skagafjarðar að honum þyki afar mikilvægt að vera verkstjóri í eigin lífi og hafa tök á að skipuleggja þjónustuna á eigin forsendum. Lög um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir gilda um fatlaða einstaklinga sem þurfa þjónustu í meira en 15 klukkustundir á viku. 

Á síðunni kemur einnig fram að í bráðabirgðarákvæði I með nýju lögunum er kveðið á um fjölgun NPA samninga í áföngum til ársins 2022 en þá er gert ráð fyrir að rúmlega 170 samningar verði í gildi á landinu öllu.

NPA hefur frá árinu 2012 verið rekið sem reynsluverkefni á landsvísu en hefur nú fengið stoð í lögum og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf innleitt í öll ákvæði laganna. Frá upphafi reynsluverkefnis hafa sjö einstaklingar, börn og fullorðnir á Norðurlandi vestra verið með NPA samning.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir