Fyrstu hljómsveitir Gærunnar kynntar til leiks

Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 15. og 16. ágúst nk. Nú hafa fyrstu bönd hátíðarinnar verið kynntar til leiks og eru þær þrumuguðirnir í Dimmu, Klassart sem eiga plötu vikunnar á Rás 2 um þessar mundir, Soul/R&B drottningin Una Stef og síðast en ekki síst diskóbörnin í Boogie Trouble.

Spennan magnast fyrir tónlistarhátíðinni en næstu daga munu hljómsveitirnar verða kynntar til sögunnar. Nöfn fjögurra annarra hljómsveita verða birtar á morgun, fjórar hinn daginn og svo þannig koll af kolli þar til listinn tæmist, samkvæmt því sem segir á síðunni. Feykir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með framvindu mála.

„Við Gærurnar erum ótrúlega stoltar af þessu line-upi og getum varla beðið með að segja ykkur frá þessu einvalaliði sem kemur í fína bæinn okkar í ágúst,“ segir á síðunni.

Fleiri fréttir