Gæðingamót og úrtaka fyrir LM
Á morgun, laugardaginn 7. júní, fer Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM 2014 fram á Kirkjuhvammsvelli við Hvammstanga, eins og sagt er frá á vef hestamannafélagsins Þyts. Mótið hefst kl. 09.15 á laugardeginum á forkeppni og úrslit verða riðin að henni lokinni. Knapafundur verður í félagshúsinu kl 08.30.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
- A-flokk gæðinga
- A-flokk gæðinga áhugamenn
- B-flokk gæðinga
- B- flokk gæðinga áhugamenn
- Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
- Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
- Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
- Skeið 100m
- Pollar (9 ára og yngri á árinu)
- Tölt opinn flokkur
Á gæðingamótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir polla. Pollum er ekki raða niður í sæti en allir fá þátttökuverðlaun. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum.