Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót hestamanna 2014
Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót hestamanna 2014, verður haldið á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga þann 7. júní nk. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: A-flokk gæðinga, A-flokk gæðinga áhugamenn, B-flokk gæðinga, B- flokk gæðinga áhugamenn, Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu), Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu), Börn (10-13 ára á keppnisárinu), Skeið 100m, Pollar (9 ára og yngri á árinu) og Tölt opinn flokkur.
Samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins Þyts verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir polla á gæðingamótinu verður. Pollum er ekki sætaraðað en allir fá þátttökuverðlaun. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum.
„Vinsamlega veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Þytsfélaga. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni,“ segir á heimasíðunni.
Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 3. júní á netfangið thytur1@gmail.com. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hestamannafélagsins.