Gæinn sem geymir aurinn minn
kreppan tekur á sig ýmsar myndir og sem betur fer er til fólk sem gerir grín að öllu saman. Þessari skemmtilegu vísu var laumað að Feyki.is en fyrir þá sem Fyrir þá sem ekki kvekja á laginu við þennann texta þá er það "Konan sem kyndir ofninn minn" - eftir Davíð Stefánsson
Ég finn það gegnum netið
að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn,
en ég veit að það er gæi
sem geymir aurinn minn,
sem gætir alls míns fjár,
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina,
og jólagjöf hvert ár.
Ég veit hann axlar ábyrgð,
en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt,
hendur hans svo hvítþvegnar
og hárið aftursleikt.
Þó segi' í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta
í markaðssjóðunum.
Ég veit að þessi gæi
er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár,
ef hann kemst á hálan ís.
Því oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá. -
Fáir slökkva eldana,
sem fyrstir kveikja þá.
Fin.
Október 2008.