Gæruhljómsveitir - Sunny side road

Nú eru aðeins tveir dagar í að tónlistarhátíðin Gæran hefst og er miðasala í fullum gangi á miði.is. Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki um næstu helgi, 14.-16. ágúst nk. Feykir hafði samband við hljómsveitirnar og tónlistarmennina sem koma fram á Gærunni í ár og mun vera með stuttar kynningar á þeim fram að hátíðinni.

Sunny side road verður á meðal þeirra hljómsveita sem stíga á stokk á Gærunni í ár.

Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? Þægileg og vinaleg tónlist fyrir allan aldur sem flokkast undir folk/pop music.

Hafið þið lent í skemmtilegum uppákomum á tónleikum hjá ykkur? Já, já nokkrum og oftar en ekki uppi á sviði hjá okkur og það er það fallega í því að spila live, þú veist aldrei hvað getur gerst.

Hvað er á döfinni hjá ykkur? Við vorum að klára og fá úrslitin úr Neil Young kóverlagakeppni Rásar 2 þar sem við hrepptum 4. sætið og nú fyrr á árinu gáfum við út nýtt lag sem heitir Let Me See. Framhaldið er svo að koma frá okkur á plötu einhverju af því efni sem við eigum til þar sem þau eru orðin gríðarmörg, klára nýjustu lögin okkar og halda tónleika með haustinu.

Hvernig leggst það í ykkur að spila á Gærunni 2014? Æði! Við hlökkum mikið til að vera partur af þessari frábæru hátíð og koma á Sauðárkrók.

Fleiri fréttir