Gærurnar gefa fortjöld til Félagsheimilisins

Gærurnar á sviði Félagsheimilisins. Mynd: Facebooksíða Félagsheimilisins á Hvammstanga.
Gærurnar á sviði Félagsheimilisins. Mynd: Facebooksíða Félagsheimilisins á Hvammstanga.

Gærurnar, hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra máli í samfélaginu, gáfu á dögunum ný fortjöld til Félagsheimilisins á Hvammstanga. Eru þau sérframleidd í Bretlandi samkvæmt ströngustu kröfum um eldvarnir og hljóðvist, endingu og ljósmengunarútilokun.

Á Facebooksíðu Félagsheimilisins segir að svið félagsheimilisins sé mikið notað fyrir sviðslistir hvers konar, til að mynda til uppsetninga leikverka og söngleikja, þar séu tónleikar haldnir og skemmtanir hvers konar. Sviðið fékk andlitslyftingu nýverið þegar það var málað svart, sem samræmist því sem gerist almennt í leikhúsum. Einnig var bæði hljóðkerfi hússins og ljósabúnaður endurnýjaður. Það sé því mikill fengur fyrir Félagsheimilið að hafa fengið ný fortjöld og eru Gærunum færðar miklar þakkir fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir