Gærurnar gefa Húnunum sjúkrabörur

Frá afhendingunni, f.v. Ævar Marteinsson, Helga Hreiðarsdóttir, Ágúst Þorbjörnsson, Jónína Sigurðardóttir, Kristján Svavar Guðmundsson, Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir, Árborg Ragnarsdóttir, Gréta Jósefsdóttir, Dýrunn Hannesdóttir og Freyja Ólafsdóttir. Mynd:Facebooksíða Björgunarsveitarinnar Húna.
Frá afhendingunni, f.v. Ævar Marteinsson, Helga Hreiðarsdóttir, Ágúst Þorbjörnsson, Jónína Sigurðardóttir, Kristján Svavar Guðmundsson, Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir, Árborg Ragnarsdóttir, Gréta Jósefsdóttir, Dýrunn Hannesdóttir og Freyja Ólafsdóttir. Mynd:Facebooksíða Björgunarsveitarinnar Húna.
Björgunarsveitinni Húnum í Húnaþingi vestra barst góð gjöf nú um áramótin þegar Gærurnar, sem eru hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra mála í samfélaginu, færðu sveitinni þrjár samanbrjótanlegar sjúkrabörur. Verða börurnar settar í jeppa björgunarsveitarinnar,  Húna 1, 2 og 3.
 
„Björgunarsveitin Húnar færir Gærunum bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf og þann hlýhug og velvilja sem þær hafa sýnt sveitinni en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær fært okkur góðar gjafir," segir á Facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Húna.
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir