Gæsaveiðimenn ánægðir með eftirlit lögreglunnar

Við umdæmamörk Lögreglunnar á Suðurlandi og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, skammt norðan við Kerlingarfjöll. Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Nl. vestra, ljósmyndari Höskuldur B. Erlingsson.
Við umdæmamörk Lögreglunnar á Suðurlandi og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, skammt norðan við Kerlingarfjöll. Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Nl. vestra, ljósmyndari Höskuldur B. Erlingsson.

Lögreglan á Norðurlandi vestra og Lögreglan á Suðurlandi hafa það sem af er sumri átt mjög gott samstarf um eftirlit á hálendinu en umdæmin ná saman. Hefur lögreglan m.a. sinnt eftirliti á Kjalvegi sem er afar fjölfarinn vegur og liggur um bæði umdæmin.

Gæsaveiðitímabilið hófst á mánudag og hafði þá lögreglan sérstakt eftirlit með skotveitimönnum. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra  segir að rætt hafi verið við á fjórða tug veiðimanna og farið yfir reglur um skotveiðar, athugað með skotvopnaréttindi, veiðikort og skotvopn. Aðeins einnum veiðimanni var gert að hverfa frá veiðum þar sem hann gat ekki framvísað gildu veiðikorti en í reglugerð um veiðikort segir: „Einungis handhafar veiðikorta mega stunda skotveiðar, enda hafi þeir skotvopnaleyfi hér á landi. Veiðikort skal veiðimaður bera á sér á veiðum, ásamt fullnægjandi persónuskilríkjum.”

„Það var samdóma álit þeirra veiðimanna sem að rætt var við að þeir fögnuðu þessu framtaki lögreglunnar og voru hæstánægir með samskiptin,“ segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir