Gæsaveiðitímabilið hafið

Gæsir. Mynd: wikipedia.org
Gæsir. Mynd: wikipedia.org

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær, þriðjudaginn 20. ágúst. Stendur það til 15. mars og gildir bæði um veiðar á grágæs og heiðargæs. Í hádegisfréttum RÚV í gær var rætt við Áka Ármann Jónsson , formann Skotveiðifélags Íslands, sem segir marga hafa beðið dagsins með mikilli eftirvæntingu. Áki segir að 3-4.000 skotveiðimenn stundi gæsaveiðar að jafnaði og sé grágæsaveiðin vinsælust en af henni séu veiddir 40-45.000 fuglar hvert haust. Meira þurfi að hafa fyrir heiðargæsinni sem, eins og nafnið bendir til, heldur til uppi á heiðum og sé mjög vör um sig. Veiðin þar sé 10-15.000 fuglar.

Á vef Húnaþings vestra hafa verið birtar reglur um gæsaveiði í eignarlöndum sveitarfélagsins. Þar er um að ræða þrjú svæði sem eru á Víðidalstunguheiði, Arnarvatnsheiði og Tvídægru. Veiðimenn með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar geta keypt sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra sem veitir þeim heimild til veiða í eignarlöndum sveitarfélagsins. Verð fyrir hvert leyfi er 9.000 krónur á dag.

Veiðileyfi verða eingöngu seld hjá Ferðaþjónustunni Dæli sími 451 2566, netfang daeli@daeli.is.  

Reglurnar má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir