Gagnaveitan segir sig frá dreifbýlinu
Gagnaveita Skagafjarðar hefur sent Fjarskiptasjóð bréf þar sem Gagnaveitan Í ljósi fyrirkomulags á útboði Fjarskiptasjóðs og breytinga á kröfum sjóðsins varðandi farnetþjónustu lýsir því yfir að félagið er ekki lengur skuldbundið af því að veita þjónustu á áður afmörkuðu svæði.
Gagnaveitan afmarkaði sér svæði í Skagafirði á sínum tíma og hugðist fyrirtækið byggja upp háhraðanet á markaðslegum forsendum og sækja til þess styrk til Fjarskiptasjóðs. Ákvörðun stjórnar Fjarskiptasjóðs um að bjóða allt landið út í heild sinni, útilokað fyrirtækið frá því. Í ljósi upphaflegu skilmála útboðsins þar sem svokölluð háhraðafarnetsþjónusta, mátti vera valkvæð til viðbótar við staðbundna háhraðanetþjónustu, ákvað Gagnaveitan að ráðast í kaup á traustum og öflugum búnaði þar sem allar líkur voru á því að það fyrirtæki sem fengi styrk úr sjóðnum myndi einnig byggja upp sínar lausnir með örbylgjusendingum. Það kom því fyrirtækinu nokkuð á óvart að farnetsþjónustan skyldi verða leyfð sem aðallausn, en ekki aðeins sem lausn til viðbótar við staðbundnar lausnir. Þá lágu engar kröfur fyrir um stofnkostnað og mánaðargjald. Aðeins var gerð krafa um að þessari uppbyggingu þyrfti að vera lokið 1. júlí 2008 og hins vegar um hraða sambandanna. Þegar útboðsgögn litu dagsins ljós var hins vegar búið að setja inn kröfur um þátttöku notenda í stofnkostnaði og um mánaðargjald tenginga. Hvort tveggja setti áætlanir Gagnaveitunnar í uppnám og er það niðurstaða fyrirtækisins að það geti ekki boðið upp á þjónustu á samkeppnishæfum verðum miðað við þessar forsendur.