Gagnleg gerjun matvæla í Verinu

Föstudaginn 22. október kl. 12.00 heldur Shuji Yoshikawa fyrirlestur í Verinu Sauðárkróki um gerjun matvæla. Matís ohf. vinnur nú að verkefninu Gagnleg gerjun í samstarfi við Brimberg ehf. fiskvinnslu á Seyðisfirði sem styrkt er af AVS - Rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og Vaxtarsamningi Austurlands. Verkefnið snýst um framleiðslu fiskisósu með gerjun sjávarfangs til verðmætaaukningar.

Í sambandi við umrætt verkefni hefur Líftæknismiðja Matís á Sauðárkróki hýst góðan gest nú í október, Hr. Shuji Yoshikawa sem er sérfræðingur á sviði gerjunar matvæla. Hr. Yoshikawa hefur leiðbeint sérfræðingum Matís og öðrum samstarfsaðilum verkefnisins við innleiðingu þekkingar, sem er grundvöllur framfara á þessu sviði. Af því tilefni fær gesturinn góði að láta ljós sitt skína á málstofu í Verinu Vísindagörðum þar sem fjallað verður um hagnýtingu gerjunar við framleiðslu matvæla. Sojasósu sem margir Íslendingar þekkja, enda hefur neysla hennar hér á landi aukist á undanförnum árum, er framleidd með gerjun sojabauna. Farið verður yfir helstu atriði í framleiðslu sojasósu en áður verður hlutverk koji við gerjun japanskra matvæla útskýrt.

Málstofan er öllum opin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir