Gaman í leikskólanum á Vallabóli
Á þriðjudögum er gaman hjá leikskólakrökkunum á Vallabóli á Húnavöllum því Herdís ætlar að vera hjá þeim alla þriðjudaga í vetur og í afleysingum. Svo er líka farið í sund á þriðjudögum.
Vetrarstarfið er að komast í fastar skorður á Vallabóli en á mánudag hófst hópastarf vetrarins með yfirskriftinni "Ég og umhverfið" og hófst það með umferðarfræðslu.
-Þess vegna fórum við m.a. í göngutúr, heimsóttum konurnar sem elda handa okkur alla daga og æfðum okkur í leiðinni. Í matsalnum beið okkar safi og epli. Takk fyrir móttökurnar Oddný og Nanna, segir á heimasíðu leikskólans. Þar kemur einnig fram að framvegis verður sund fyrir alla á þriðjudögum og fyrir nemendur fædda 2005 einnig á fimmtudögum.
Föstudaginn 17. september verður dótadagur í leikskólanum. HÚRRA!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.