Gangstéttar ekki mokaðar og skólabörn ganga á götunni

Já en löggan og umferðarskólinn sögðu að við ættum alltaf að ganga á gangstéttinni.

Samkvæmt upplýsingum sem Feykir.is fékk úr áhaldahúsi Skagafjarðar í morgun er það gömul hefð að moka ekki gangstéttar í gamla bænum í kringum Árskóla á Sauðárkróki. Þegar börn mættu til skóla í morgun voru himin háir skaflar á gangstéttunum og því var um tvent að ræða, kafa skaflana og jafnvel sitja fastur nú eða ganga á götunni. Feykir.is myndaði heimferð 7 ára drengs úr skólanum.

það er samt svo miklu léttara að ganga á götunni, æi ég geri það bara.







-Við erum auðvitað alveg miður okkar yfir þessu og ég hef nú í morgun óskað eftir fundi með Fræðslustjóra og yfirmanni tæknisviðs og áhaldahús auk þess sem ég óskaði eftir því að yfirlögregluþjónn sæti þennan fund með okkur, svarar Óskar Björnsson, skólastjóri aðspurður um ástandið.

Æ, vörubíllinn er fastur og ég sé ekki hvort það eru að koma bílar, hvað á ég að gera? En ég verð að fara heim, best að ég haldi áfram.

Er blaðamaður Feykis gekk til vinnu í morgun og fylgdi barni sínu til skóla aðstoðaði hann þó nokkur börn sem voru í vandræðum enda vildu þau ekki ganga á götunni og voru að reyna að vaða skaflana.

Er haft var samband við áhaldahús bæjarins var sagt að hefðir réðu því hvernig bærinn væri mokaður og ef ætti að byrja á því að moka gangstéttir í kringum skólann þyrfti allt eins að moka allar gangstéttir í gamla bænum.

Best að reyna að koma sér upp í snjóinn það er öruggara en gatan eftir allt saman

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn segir að ástandið sé ekki gott og lögregla  sé að skoða hvaða leiðir þurfi að fara til þess að bæta ástandið.

Hvar eiga börnin að ganga?

Nú eða komast inn á skólalóðina ef út í það er farið

Fleiri fréttir