Gasmengunarspá flókin næstu daga vegna veðurs
Næstu daga (frá föstudegi til sunnudags) er búist við lægðagangi yfir landið með tilheyrandi breytingum í vindátt. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands verður gasmengunarspá þá flókin og því gefur verið erfitt að henda reiður á því hvar mengunin er og hvert hún stefnir. „Það jákvæða er að sífelldir snúningar í vindátt ættu að þýða að gasið staldri ekki lengi við á hverjum stað,“ segir á vefnum.
Spáin er svohljóðandi:
Stíf vestan- og norðvestanátt. Búast má við gasmengun austur af eldstöðinni fyrripart dags en til suðausturs um kvöldið. Svæðið sem mengunin dreifist á markast af Fáskrúðsfirði í norðri að suðausturhlíðum Vatnajökuls (þ.m.t. Höfn) í suðri.
Á morgun, laugardag:
Útlit fyrir hæga austlæga eða suðaustlæga átt. Búast má við gasmengun næst eldstöðinni en einnig til vestur og norðurs.
Eftir helgi er búist við suðaustan- og sunnanátt verði ríkjandi og er útlit fyrir hvassan vind með köflum.