Gauti byrjar á persónulegu meti

Gauti Ásbjörnsson keppti á sínu fyrsta móti á keppnistímabilinu í Gautaborg 25. janúar. Hann stökk 4,42m í stangarstökki, sem er hans besti árangur innanhúss.

Mótið var Stavhoppskarnevalen, alþjóðleg stangarstökkshátíð, sem fer fram árlega í stærstu verslunarmiðstöð Gautaborgar. Keppendur voru alls um 70 í stangarstökkinu og endaði Gauti í 7. sæti í karlaflokki.

Fleiri fréttir