Geiri á áramótaballi á Blönduósi
Að venju verður haldinn áramótadansleikur í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar mun halda uppi fjöri fram á nótt.
Búast má við því að skagfirsk ungmenni leggi leið sína yfir til nágranna sinna þar sem aldurstakmarkið er 16 ár en almenn böll í Skagafirði eru yfirleitt með 18 ára aldurstakmark. Geirmundur segir að krakkarnir hagi sér alltaf mjög vel og gaman að spila fyrir þau. –Meira að segja þegar ballið er búið tekur stutta stund að tæma húsið og krakkarnir eru komnir út í rútu og á leið heim, segi Geirmundur ánægður með unga sveitunga sína.