Gengið til góðs næstkomandi laugardag

Rauði krossinn í Skagafirði leitar eftir hressum sjálfboðaliðum til að taka þátt í landssöfnuninni Gengið til góðs sem haldin verður á landsvísu laugardaginn 6. september. „Í ár er safnað til verkefna innanlands, þ.m.t. starfsemi einstakra deilda. Vonumst til að sjá sem flesta!“ segir í fréttatilkynningu frá Skagafjarðardeild Rauða krossins.

Fjölbreytt starfsemi er innan deilda Rauða Krossins og er hún unnin af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildar sinna fjölmörgum verkefnum m.a.  neyðarvörnum, kennslu í skyndihjálp, fatasöfnun og flokkun og ýmsum námskeiðum fyrir bæði sjálfboðaliða og almenning.

Hægt er að skrá sig á heimasíðunni www.raudikrossinn.is en einnig geta menn komið í söfnunarstöðina á Sauðárkróki og skráð sig þar. Söfnunarstöðin er í húsnæði Rauða Krossins á Aðalgötu 10b og verður hún opin frá kl. 10-18:00 á laugardaginn.

Fleiri fréttir