Gestakort

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 14. júlí sl. var samþykkt að ráðast í útgáfu gestakorts sem veitir aðgang í Byggðasafn Skagfirðinga, sundlaugar sveitarfélagsins og Sögusetur íslenska hestsins.

-Gerð verður tilraun með útgáfuna í sumar og tilhögun þess endurskoðuð að afloknum reynslutíma í haust. Hugmyndin hefur verið rædd og útfærð í samráði við forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórn Söguseturs íslenska hestsins, segir í fundargerðinni.

Samþykkt að 24 klukkustunda kort kosti kr. 1990,- og 48 klukkustunda kort kosti kr. 2890,-

Fleiri fréttir