Gestir Byggðasafnsins hátt í 40 þúsund
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
22.09.2014
kl. 11.22
Sumarið hjá Byggðasafni Skagfirðinga var gestkvæmt en samkvæmt vef safnsins var tekið á móti 38480 gestum. Nú hefur vetraropnunartími tekið við en enstarfsmaður verður á vakt í Glaumbæ alla daga milli 10 og 16 til 19. október.
Frá 20. til 31. október verður hægt að skoða safnsýningar í Glaumbæ alla daga, aðra en sunnudaga, frá og með 1. nóvember verður hægt að skoða þær eftir samkomulagi, eins og í Minjahúsinu á Sauðárkróki.