Gestkvæmt á Mælifellshnjúk

Á fimmtudaginn í síðustu viku fór föruneyti Hólamanna upp á Mælifellshnjúk með það eina verkefni fyrir höndum að skipta um gestabók. Gamla bókin var búin að vera á tindinum síðan 22. ágúst 2009 og var orðin yfirfull.

Til gamans má geta þess að árið 2009 höfðu 74 ritað nafn sitt í gestabókina, 291 árið 2010, 254 árið 2011, 485 árið 2012, 316 árið 2013 og 302 það sem af er þessu ári. Samtals eru þetta rúmlega 1700 manns sem hafa skrásett nafn sitt í gestabókina sem sú nýja leysir af hólmi.

Ágætisveður var á meðan göngunni stóð en þegar komið var upp á hrygginn og svo tindinn fóru vindhviður upp í 28 m/sekúndur. Í umræddu föruneyti voru þau Broddi Reyr Hansen, Erla Björk Örnólfsdóttir, Guðmundur Björn Eyþórsson og Hjalti Þórðarson.

Meðfylgjandi myndir eru af fésbókarsíðuGuðmundar.

Gamla gestabókin var orðin yfirfull.

Broddi kemur gestabókinni fyrir á sínum stað.

Fleiri fréttir