Gísli Árna hættur í nefndum og ráðum

Gísli Árnason sem í vor skipaði annað sæti á lista vinstri grænna  í Skagafirði og er því fyrsti varamaður þeirra í sveitastjórn hefur í bréfi sem tekið verður fyrir á sveitastjórnarfundi á morgun óskað lausnar frá öllum nefndum og ráðum.

Í samtali við Feyki segir Gísli að ástæðan sé persónuleg og vill hann alls ekki gefa upp neinar frekari skýringar. Arnrún Halla Arnórsdóttir mun því færast upp um sæti og taka við sem fyrsti varamaður í sveitastjórn. Ekki liggur fyrir hver mun taka sæti Gísla í nefndum og ráðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir