Gistiaðstaða í Kaffi Krók?

Unnið er að endurbyggingu gamla Kaffi Króks í upprunalega mynd

Eigendur Kaffi Króks hafa sótt um leyfi til skipulags og bygginganefndar til þess að  endurbyggja þann hluta Aðalgötu 16 sem byggður var árið 1887 og brann 18. janúar sl. Einnig var sótt um leyfi fyrir breytingu á austurhluta hússins ásamt viðbyggingu við húsið og stækkun lóðarinnar til norðurs.
Hafa eigendur uppi hugmyndir um að breyta viðbyggingunni sem byggða var árið 1963 úr skemmtistað í gistiaðstöðu.  Þá er sótt um að breyta eigninni í tvo séreignarhluta. Skipulags og byggingarnefnd féllst á stækkun lóðarinnar um 4 metra til norðurs og heimild til að skipta eigninni upp í tvo séreignarhluta á einni lóð.

Fleiri fréttir