Gjöf frá foreldrafélögum Glaðheima og Furukots

Foreldrafélög leikskólanna Glaðheima og Furukots á Sauðárkróki komu færandi hendi á dögunum og gáfu hinum nýja leikskóla Ársölum 200.000 krónur að gjöf. 

Þegar hafa verið keypt hljómflutningstæki inn á Velli (salinn), tvö ferðatæki inn á deildir og þrjár myndavélar og kostaði þetta tæplega 160.000 krónur samkvæmt heimasíðu Svf. Skagafjarðar en þar þakkar leikskólinn einnig kærlega fyrir höfðinglega gjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir