Gjöf sem gefur áfram
Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki lét hanna, prenta og troðfylla fallega jólakassa af dýrindis gotteríi frá sælgætisgerðinni Freyju og ætlar að selja hér og þar fyrir jólin en aðallega þó í gegnum Facebook. Fyrirtæki bæjarins hafa lagt verkefninu lið með því að kaupa auglýsingar á kassann og er þeim þakkaður stuðningurinn.
Í Jólanammikassanum er 350 gr. poki af hátíðarmolum, 150 gr. poki af hlaupeðlum, jólastaur og rís með saltkaramellu.
„Kassinn fer á litlar 3000 kr. og fer ágóðinn til málefna barna í Skagafirði, tilvalin jólagjöf fyrir þá sem að eiga allt eða þá bara í jólaboðið, kósý kvöldin, saumaklúbbinn o.f.l. o.f.l. Gefðu gjöf sem að heldur áfram að gefa,“ segja Freyjurnar í tilkynningu á Facebooksíðu sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.