Glaðbeittir drengir á Goðamóti

Ekki skemmir fyrir að koma heim með eins og einn bikar að móti loknu. Annað lið Tindastóls. AÐSENDAR MYNDIR.
Ekki skemmir fyrir að koma heim með eins og einn bikar að móti loknu. Annað lið Tindastóls. AÐSENDAR MYNDIR.

64. Goðamót í 6. flokki karla í knattspyrnu fór fram helgina 25. - 26. júlí í Boganum á Akureyri. Að þessu sinni tóku þátt um tæplega 100 lið og fór hluti leikjanna fram utandyra að þessu sinni en er það í fyrsta sinn sem það er gert. Bæði Tindastóll  og Kormákur/Hvöt  sendu frá sér tvö lið.

Bæði lit Kormáks/Hvatar enduðu í 2. sæti í sínum riðli.Veður var ágætt og að sögn gesta var augljóst að verið væri að sýna tillitssemi því áhorfendur voru fljótir að fara frá völlunum eftir leiki og hleypa næstu að. Mótið gekk vel, drengirnir skemmtu sér og ekki spillti fyrir að koma heim með bikar í sínum riðli.

Hér er að finna myndasyrpur frá mótinu sem við fengum frá Tindastóli og Kormáki/Hvöt. Við bætum glöð við fleiri myndum ef þið sendið okkur þær á netfangið bladamadur@feykir.is.

/SHV

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir