Glæsileg Sæluvika framundan

Það er óðum að koma mynd á Sæluviku Skagfriðinga sem í þetta sinn stendur frá sunnudeginum 26. apríl til sunnudagsins 3. maí. Menningarhúsið í Miðgarði verður loksins opnað og verða þar glæsilegir tónleikar svo sem sönglagaveisla og tónleikar með Heimi.

Leikfélag Skagafjarðar frumsýnir afmælisverk sitt, stjörnum brýdd tónlistarhátíð verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudagskvöldið 1. maí en þar munu koma fram meðal annarra og syngja stórstjórnur á borð við Matta Papa, Ínu Valgerði Idolstjörnu, Magna Ásgeirs og síðan minni stjörnur eins og Róbert Óttarsson bakari á Sauðárkróki sem ætlar að syngja. Fyrri hluti kvöldsins verður helgaður tónlist Erlu Gígju Þorvaldsdóttur en sá síðari íslenskur dægurlögum. Eftir skemmtunina verður ball með hljómsveitunum Von og Sálinni hans Jóns míns.

Þá verður sýningin Tekið til kostanna á sýnum stað, harmonikkuunnendur munu skemmta með Ragnari Bjarnasyni og margt margt fleira. Nú er um að gera að fara að taka vikuna frá.

Fleiri fréttir