Gleðiganga í góðviðrinu - Myndir
feykir.is
Skagafjörður
27.05.2014
kl. 11.31
Nemendur og starfsfólk Árskóla blésu til sinnar árlegu gleðigöngu í morgun. Veðrið var eins og best verður á kosið og segja skólastjórnendur að það sé raunar alltaf þannig þegar gleðigangan er farin. Gengið var frá Árskóla að sjúkrahúsinu og þaðan niður í bæ og snúið við á Kirkjutorgi.
Það ríkti glens og gleði meðal þátttakenda og alltaf fjölgar þeim bæjarbúum sem slást í hópinn. Flestir mæta í litskrúðum klæðnaði og hljóðfæri og tónlist eru notuð í göngunni. Blaðamaður Feykis brá sér í gleðigöngu sem endaði með grillveislu við Árskóla.