Gleðilega þjóðhátíð!

Í dag halda Íslendingar upp á 75 ára afmæli lýðveldisins en það var formlega stofnað á lýðveldishátíð á Þingvöllum þann 17. júní árið 1944.

Að vanda verður afmælinu fagnað víða um land í dag, m.a. verður þjóðhátíðardagskrá í Húnaþingi vestra, á Blönduósi, á Sauðárkróki og á Hólum. Þá verður víða selt þjóðhátíðarkaffi í tilefni dagsins.

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir