Góð bókagjöf

Nýlega bárust Háskólanum á Hólum tvö eintök af bókinni Á mannamáli að gjöf. Á korti, sem gjöfinni fylgdi, segir svo:

,,Í tilefni af Kvennafrídeginum 25.10.2010 sem tileinkaður er baráttu gegn kynbundnu ofbeldi gefur Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar bókina ,,Á Mannamáli“ eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur.
Það er ósk okkar að bókin nýtist bæði til fræðslu nemenda og starfsfólks þessa skóla þannig að í samfélagi okkar verði talað á mannamáli og með skýrum rómi gegn kynferðis ofbeldi.“

Soroptamistaklúbbi Skagafjarðar eru færðar þakkir fyrir gjöfina.

Fleiri fréttir