Góðgerða Yoga Kiwanisklúbbsins Freyju
Þann 5. apríl nk. mun Kiwanisklúbburinn Freyja standa að Yoga-tíma og láta aðgangseyrinn renna til góðgerðamála í heimabyggð. „Nú ætlum við að koma saman og rækta líkama og sál og í leiðinni að láta gott af okkur leiða. Hún Sigga Stína ætlar að leiða Yoga tímann,“ segir Steinunn Gunnsteinsdóttir ein Kiwaniskvenna.
„Kiwanisklúbburinn Freyja er félagsskapur kvenna í Skagafirði sem hefur það að markmiði að styðja okkar samfélag. Kjörorð Kiwanishreyfingarinnar er: ”Börnin fyrst og fremst”, og því er okkar fókus á börnunum í Skagafirði,“ segir Steinunn og hvetur alla til að mæta. „Endilega takið börnin með í Yoga og höfum ljúfa stund saman í Ljósheimum.“
Yoga-tíminn mun verða í félagsheimilinu Ljósheimum miðvikudaginn 5. apríl, aðgangseyrir 1500 kr. og rennur allur ágóði til góðgerða mála í heimabyggð. Steinunn vill koma á framfæri þakklæti klúbbsins til Yoga-kennarans og staðarhaldara Ljósheima sem gefa sína vinnu.
Tengd frétt: Nýr Kiwanisklúbbur fyrir konur