Góður árangur á Nóvembermóti UFA
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.11.2010
kl. 10.20
Ungmennafélag Akureyrar hélt Nóvembermót UFA laugardaginn 27. nóvember s.l og fjölmenntu Skagfirðingar austur yfir Tröllaskaga þar sem 23 keppendur frá UMSS tóku þátt, en keppendur voru alls um 100.
Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel að vanda en eftirtaldir keppendur UMSS sigruðu í sínum greinum:
- Fríða Ísabel Friðriksdóttir (11-12) sigraði í 6 greinum af 7 í sínum flokki, 60m, 600m, 60m grindahlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi.
- Sigfinnur Andri Marinósson (11-12) sigraði í 3 greinum, 60m, 60m grindahlaupi og langstökki.
- Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (13-14) sigraði í 600m hlaupi og hástökki.
- Ragnar Yngvi Marinósson (11-12) sigraði í 600m hlaupi.
- Rósanna Valdimarsdóttir (13-14) sigraði í skutlukasti.
- Guðrún Ósk Gestsdóttir (Konur) sigraði í 60m hlaupi.
- Guðjón Ingimundarson (Karlar) sigraði í 60m hlaupi.
Aðrir keppendur stóðu sig einnig með sóma, margir bættu sinn fyrri árangur verulega og allt lofar þetta mjög góðu fyrir komandi keppnistímabil.
ÚRSLIT á “Nóvembermóti UFA” er hægt að nálgast HÉR
/Tindastóll.is