Góður fundur UMSS í Varmahlíð í gær

Pálmar Ragnarsson, þjálfari yngri flokka Vals, hélt magnaðan fyrirlestur á fundi UMSS í gær. Mynd: PF.
Pálmar Ragnarsson, þjálfari yngri flokka Vals, hélt magnaðan fyrirlestur á fundi UMSS í gær. Mynd: PF.

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt fræðslufund fyrir stjórnarmenn og þjálfara aðildarfélaga þess í Miðgarði í gær. Þar átti m.a. að sæma sambandið viðurkenningunni Fyrirmyndarhérað ÍSÍ en vegna forfalla stjórnenda ÍSÍ frestast það um óákveðinn tíma. Ánægja var með góða mætingu gesta sem þökkuðu vel fyrir sig með lófaklappi í lok fundar. Óhætt er að segja að fyrirlestur Pálmars Ragnarssonar hafi hreyft við fólki en hann ræddi um jákvæð samskipti.

Átti hann óskipta athygli gesta enda athyglisverðir vinklar teknir á þjálfun barna og hvernig hægt er að láta öllum líða vel á æfingum með tilliti til mismunandi getu og þarfa iðkenda. Kom fram í erindinu að mikilvægt sé að finna leiki fyrir alla og láta krökkunum alltaf líða eins og þeir geri gagn. Fékk Pálmar mikið klapp að loknum lestri sínum.

Ómar Bragi Stefánsson, verkefnastjóri UMFÍ, stiklaði á stóru um starfsemi UMFÍ og má segja að Landsmót sé þar stór þáttur. Unglingalandsmót er haldið árlega og næsta sumar verður það haldið á Höfn í Hornafirði og búið að úthluta Selfossi mótshald 20120. Landsmót 50+ er einnig haldið hvert ár og verður það haldið á Neskaupsstað og Borgarnesi 2020. Landsmót hefur verið haldið síðan 1909 á fjögurra ára fresti og var það haldið á Sauðárkróki sl. sumar með breyttu sniði sem áður hefur tíðkast. Ómar sagði í erindi sínu að haldið yrði Landsmót með svipuðu sniði og á Króknum en ýmsir vankantar lagfærðir. „Hugmyndafræðin er sú rétta, teljum við, þannig að það verður áfram haldið á þessari braut,“ sagði Ómar.

Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri Svf. Skagafjarðar, kynnti nýjar siðareglur UMSS en markmið þeirra er að stuðla að bættri framkomu og styðja metnaðarfulla og heiðarlega framgöngu allra en einnig til að efla traust og fagmennsku út á við sem inná við.

Thelma Knútsdóttir, framkvæmdarstjóri UMSS, fór yfir nýja reglugerð um val á Íþróttamanni, liði og þjálfara Skagafjarðar og Hvatningarverðlaun UMSS en þær viðurkenningar er samstarfsverkefni UMSS og Svf. Skagafjarðar. Val á íþróttamanni Skagafjarðar verður í framtíðinni í höndum tíu manna nefndar sem er þannig skipuð:

Aðalstjórn UMSS (5), félags- og tómstundarnefnd (3), forstöðumaður frístunda- og íþróttamála (1) og Feykir, ritstjóri (1). 

Hér fyrir neðan má sjá athyglisvert myndbrot af jákvæðu hugarfari í samskiptum og þjálfun yngri iðkenda. 

Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir. Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af. Útkoman er virkilega skemmtileg - Endilega horfið og deilið! #jafngóð #skjóttueinsogstelpa

Posted by Pálmar Ragnarsson on Mánudagur, 28. nóvember 2016

Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir. Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af. Útkoman er virkilega skemmtileg - Endilega horfið og deilið! #jafngóð #skjóttueinsogstelpa

Posted by Pálmar Ragnarsson on Mánudagur, 28. nóvember 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir