Gönguferð með VG og óháðum í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Sveitarstjórnarkosningar
15.05.2014
kl. 13.16
Á laugardaginn kemur munu VG og óháðir í Skagafirði bjóða uppá gönguferð um fyrirhugaðan útivistarhring á Sauðárkróki. Í fréttatilkynningu kemur fram að lagt verður af stað frá kosningarskrifstofu VG og óháðra stundvíslega klukkan 13:30 og haldið sem leið liggur niður á strönd og þaðan meðfram Sauðánni og upp í Litla skóg þar sem öllum verður boðin hressing.
„Þeir sem vilja geta svo gengið áfram og klárað hringinn með frambjóðendum. Að sjálfsögðu verður kaffi og sætabrauð í boði alla helgina á kosningarskrifstofunni okkar og viljum við nota tækifærið og hvetja sem flesta að kíkja við,“ segir loks í tilkynningunni.