Gönguferð um Laxárdal og Kálfárdal

Ferðafélag Skagfirðinga verður með gönguferð laugardaginn n.k. 9. ágúst. Gengið verður frá Illugastöðum á Laxárdal,suður dalinn  að Trölla, skála F.S. við Tröllabotna. Heim verður gengið um Kálfárdal. Gott að hafa vaðskó með.

Lagt verður af stað frá Faxatorgi kl. 09. Þátttakendur komi sér á einkabílum að Illugastöðum og heim frá Kálfardal.

Ekkert þátttökugjald að þessu sinni og allir velkomnir. Gangan er ekki erfið og tekur um 6 klst. með stoppum.

Fararstjóri er Ágúst Guðmundsson.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir