Gönguferð yfir Tindastól

Drangeyjarferðir bjóða upp á gönguferð yfir Tindastól á morgun, þriðjudaginn 22. júlí. Skráningu lýkur í kvöld kl. 20:00. Er þetta fyrsta ferðin af þremur sem fyrirtækið hefur auglýst.

Gengið verður frá Atlastöðum, upp með Atlastaðaá, upp í Einhyrningsdal og þaðan að Óskatjörn. Síðan er gengið upp á Tindastól og niður Reykjadalinn að sunnanverðu og endað í heitri Grettislauginni.

Göngutími frá Atlastöðum að Reykjum er áformaður 4-5 klukkustundir. Þátttökugjald er 6500 krónur og fer rúta frá Skagfirðingabúð kl 17:00. Leiðsögumaður er Friðrik Steinsson. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 8210090/8210091 eða á drangey@fjolnet.is.

Fleiri fréttir