Gott um helgina en síðan er von á langþráðri rigningu

Já það ætlar að viðra vel á okkur hér á Norðurlandi vestra nú um helgina en eftir helgi kemur langtímaspám saman um að regn sé í kortunum þó svo að ekki sé rigningin sem spáð er mikil. Tún eru víða farin að svíða undan þurrki og langvarandi norðan blæstri og ljóst að bændur munu margir hverjir stíga regndans er líða fer á helgina.

Fleiri fréttir