Grafið fyrir nýjum húsum Búhölda

Þórður Eyjólfsson formaður Búhölda, kampakátur við upphaf jarðvinnslu á 24. parhúsinu. Mynd: PF.
Þórður Eyjólfsson formaður Búhölda, kampakátur við upphaf jarðvinnslu á 24. parhúsinu. Mynd: PF.

Í gær var byrjað að grafa fyrir enn einu húsi Búhölda á Sauðárkróki, félags um byggingu húsa fyrir eldri borgara, en alls munu þrjú hús rísa í þessum áfanga. Tvær íbúðir eru í hverju húsi og bílskúr á milli. Steyptir verða grunnar en húsin koma samsett úr steypueiningum frá Akranesi. Alls verða íbúðirnar 50 talsins þegar húsin þrjú verða risin. Að sögn Ragnars Guðmundssonar stjórnarmanns Búhölda, koma húsin frágengin að utan og með öllum lögnum innan. Hiti verður i gólfum og því engir ofnar á veggjum.

Segja má að aldur sé afstæður þegar kemur að framkvæmdagleði því formaður Búhölda, Þórður Eyjólfsson, verður níræður í sumar. Hann er að vonum ánægður með að framkvæmd að lokaáfanganum sé hafin því upphaflega stóð til að koma upp þessum 50 íbúðum, en hlé var gert á verkefninu þegar hrunið varð 2008. Aðspurður um hvort félagið fari í byggingu fleiri húsa segist hann ekki getað svarað. „Það verður að koma í ljós. Þetta er mikið átak og ég veit ekki hvort við fáum fleiri lóðir. En eftirspurnin er til staðar þar sem sextán aðilar eru á biðlista,“ segir Þórður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir