Grasið betra í Húnavatnssýslu?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
13.09.2010
kl. 09.29
Eitthvað virðist Skagfirskum kindum þykja grasið grænna hinum megin sýslumarka en yfir 600 kindur voru fluttar með bíl í gær úr húnvetnskum réttum og yfir í Staðarrétt þar sem eigendur þeirra biðu þeirra langt fram eftir kvöldi í gærkvöld.
Blaðamanni Feykis þótt forvitnilegt að vita hversu margar húnvetnskar kindur hefðu gætt sér á skagfirsku grasi þetta sumarið en fékk þær upplýsingar að tveir hrútar hafi komið í Staðarrétt. Fengu þeir bílfar aftur heim.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.