Grátrana í Skagafirði

Grátrana sást á föstudagsmorgun við bæinn Vallanes í Skagafirði. Fékk Náttúrustofa NV upphringingu frá Smára Sigurðssyni sem hafði séð hana á akri við veginn þegar hann átti leið hjá. Starfsmaður náttúrustofunar fékk sér því bíltúr með myndavélina til að heilsa upp á fuglinn.

Á vef NNV segir að Grátrönur (Grus grus) séu frekar stórir fuglar, hæð 110-120 cm og vænghaf 220-245 cm. Eru þær frekar sjaldgæfir flækingar en árið 2006 höfðu sést 39 fuglar hér á landi. Er þetta í annað skipti sem grátrana sést í Skagafirði en hún hefur áður sést við bæinn Syðri Brekkur í Blönduhlíð í ágúst 2006.

Starfsmenn Náttúrustofu biður fólk um að láta þá vita ef fólk hefur upplýsingar um viðveru grátrönunar ef fólk verður vart við hana á ferðinni. -Eins ef fólk rekst á aðra flækinga eða sjaldgæfa fugla þá myndum við gjarnan vilja frétta af þeim, segir á vef NNV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir